Vegfarendum stafi hætta af auglýsingaskiltum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. júlí 2024 19:53 Auglýsingaskilti geta truflað ökumenn. Vegagerðin segir auglýsingaskilti vera til þess gerð að draga athygli ökumanna frá akstrinum. Bjartir skjáir sem skipta á milli auglýsinga ótt og títt við gatnamót þar sem mikið er um að vera eru sérstaklega varhugaverð. Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“ Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Auglýsingaskilti eru á hverju strái í Reykjavík og víðar og gjarnan í grennd við akbrautir. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segist hafa áhyggjur af áhrifum skiltanna á ökumenn og að það ógni öryggi vegfarenda. „Við höfum það að markmiði að tryggja umferðaröryggi og að það sé sem best. Þessi skilti eru til þess fallin að draga athygli frá akstrinum ef að ökumaðurinn lítur af því sem hann er að fást við á auglýsingaskilti þá getur það valdið auka hættu í umferðinni og það er eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Klippa: Auglýsingaskilti valda hættu Björt skilti alverst Vegagerðin hefur ekki markvíst spornað gegn því að auglýsingaskilti og skjáir séu reistir í síauknu mæli við akbrautir og gatnamót en Bergþóra bendir á að þau heimili ekki skilti í grennd við vegi sem eru til umráða hjá Vegagerðinni. Aðrir vegir eru á forræði sveitarfélaganna sem setja sér sjálf reglur um auglýsingaskilti við vegi. Bergþóra segir truflanaáhrif skilta fara eftir eðli þeirra. „Það er fyrst og fremst í raunu skilti sem hafa mikinn ljóma. Það er að segja lýsingin er mjög sterk, birtan er mjög sterk. Eins líka ef það er mikið af hreyfimyndum og ef það eru ör skipti á skiltunum. Það er það sem er verst, alverst.“ Of mikið áreiti truflar ökumenn Bergþóra segir það sérstaklega varhugavert þegar að skilti eru við gatnamót eða vegi þar sem er mikið er um að vera og að of mikið áreiti geti valdið alvarlegum slysum. „Það er hægt að lifa með auglýsingaskiltum sem trufla minnst þar sem minnst annað er um að vera en alls ekki þar sem eru margir vegfarendur, hópar sem eru að mætast, gatnamót eða slíkt. Það er bara mjög óæskilegt.“ Samgöngustofa hefur undanfarið lagt mikla áherslu á það að ökumenn eigi að hafa augun á veginum en ekki á skjánum á símanum en að mati Bergþóru er þetta vandamál sambærilegt vanda vegna auglýsinga. „Stundum eru þessi skilti það langt fyrir utan sjónsviðið að þú ert ekki nálægt því að horfa á það sem er að gerast á veginum. Þannig það er mjög ógnvænlegt.“
Umferð Vegagerð Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira