„Það brann allt þarna sem brunnið gat,“ segir Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Skagafjarða.
Hann segir of snemmt að segja til um hvað hafi valdið brunanum. Málið sé nú á borði lögreglu.

„Þetta gerist mjög hratt, svona hjólhýsi fuðra bara upp. Efnið í þessu er bara þannig. Það er bara mildi að hjólhýsið var ágætlega staðsett með tilliti til bygginga og gróðurs.“
Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann klukkan 10:59, að því er fram kemur í umfjöllun Feykis. Allt tiltækt slökkvilið frá Sauðárkróki var kallað út.