Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja létust á heimavistarskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 07:52 Donovan Archambault segir frá reynslu sinni. AP/Matthew Brown Að minnsta kosti 973 börn frumbyggja dóu í heimavistarskólum í Bandaríkjunum sem reknir voru af yfirvöldum eða trúarstofnunum. Markmiðið með vistun barnanna var að aðlaga þau hvítu samfélagi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem innanríkisráðherrann Deb Haaland fyrirskipaði en Haaland tilheyrir Laguna Pueblo-ættbálkinum í Nýju-Mexíkó og er fyrsti frumbygginn til að verða ráðherra í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Rannsóknin leiddi í ljós merktar og ómerktar grafir við 65 af yfir 400 skólum sem reknir voru á 150 ára tímabili en nokkrir skólar voru enn starfræktir fram til 1969. Börnin eru talin hafa látist af völdum illrar meðferðar og sjúkdóma og fleiri börn kunna að hafa dáið eftir að hafa verið send veik heim. Að sögn Haaland var um að ræða kerfisbundna tilraun til að útrýma „frumbyggjavandamálinu“ með því að einangra börnin, neita þeim um að læra um uppruna sinn og banna þeim að tala tungumálið sitt, svo eitthvað sé nefnt. Flest börnin voru látin vinna, til að mynda í iðnaði og landbúnaði. Rannsóknarnefndin efndi til funda þar sem þolendur gátu mætt og tjáð sig. Einn þeirra, Donovan Archambault, 85 ára, sagðist hafa verið sendur í skólana allt frá því að hann var aðeins ellefu ára gamall. Þar var hann neyddur til að klippa hár sitt og bannað að tala tungumálið sitt. Lífsreynslan leiddi Archambault út í drykkju, áður en honum tókst að snúa blaðinu við eftir tvo áratugi. „Afsökunarbeiðni er þörf. Þeir ættu að biðjast afsökunar,“ sagði Archambault í samtali við Associated Press. „En það þarf líka að fræða fólk um það hvað kom fyrir okkur. Fyrir mér er þetta partur af gleymdri sögu.“ Guardian fjallaði um málið.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira