Tilkynning um slysið barst um klukkan 11:15. Bílarnir tveir sem komu úr gagnstæðri átt rákust saman við afleggjara að Melasveit, að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Ökumaður jepplingsins var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi en hann var einn í bíl sínum. Tveir voru í fólksbílnum. Allt fólkið komst sjálft út úr bílum sínum eftir áreksturinn.
Byrjað var að hleypa umferð aftur um þjóðveginn í aðra áttina nú um hádegið. Jens Heiðar segir að umferð hafi verið hleypt inn á Melasveitarveg fram hjá slysstaðnum.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.