„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 11:12 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“ Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira