Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. ágúst 2024 11:51 Ri segir stjórnvöld í Norður-Kóreu vongóð um að hægt sé að semja um kjarnorkuáætlun landsins við Trump. Getty/Dong-A Ilbo Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“ Norður-Kórea Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ri Il Kyuer sagður einn háttsettasti embættismaður Norður-Kóreu til að flýja undan þarlendum stjórnvöldum og hefur hitt Kim Jong-un sjö sinnum. Í viðtali við BBC játar hann að hafa skolfið á beinunum þegar hann hitti leiðtogann fyrst. Hann reyndist hins vegar „brosandi og í góðu skapi“. „Hann hrósaði fólki oft og hló. Hann virðist bara vera eins og venuleg manneskja,“ segir Ri. Ri segist hins vegar sannfærður um að Kim myndi gera allt til að tryggja eigin framtíð, jafnvel þótt það þýddi hörmungar fyrir þjóðina. „Hann hefði getað verið dásamleg manneskja og faðir en að gera hann að guði hefur gert hann að skrýmsli.“ Sjálfur ákvað Ri að flýja með fjölskyldu sína þegar hann var við störf á Kúbu en var neitað um að ferðast til Mexíkó til að fara í aðgerð á hálsi. Hann segir ákvörðunina hafa verið upp á líf og dauða en háttsettir embættismenn séu ýmist dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar eða til dauða ef þeir reyna að komast undan. Kim Jong Un wants Trump back, elite defector tells BBC https://t.co/hA5yItBuAU— BBC News (World) (@BBCWorld) August 2, 2024 Telja stuðning Rússa tímabundinn og horfa til Bandaríkjanna Að sögn Ri eru stjórnvöld meðvituð um að bandalag þeirra og Rússa sé tímabundið. Norðurkóreumenn eru sagðir hafa fengið mat, eldsneyti og mögulega hernaðarlega tækni frá Rússum í staðinn fyrir skotfæri eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eftir stríðið muni Rússar hins vegar líklega fjarlægjast Norður-Kóreu á ný og þarlend stjórnvöld séu sannfærð um að samkomulag við Bandaríkin sé eina leiðin til að tryggja öryggi sitt til framtíðar og forðast innrás. Þau myndu hins vegar aldrei standa við samkomulag sem fæli í sér að kjarnorkuáætlun landsins yrði lögð niður. Ri segir þjóð sína búa við afar þröngan kost en þegar sendifulltrúar Norður-Kóreu undirbjuggu sig undir að snúa heim að loknum kórónuveirufaraldrinum voru þeir beðnir um að taka allt með sér sem þeir gátu, jafnvel notaða tannbursta. Ekkert væri til heima. Þá segir Ri hollustu Norðurkóreumanna við Kim byggja á ótta, ekki sannfæringu. Mörg erfið ár hefðu grafið undan trú fólks á leiðtoga þeirra. „Það er enginn alvöru hollusta við stjórnvöld eða Kim Jong-un lengur; þetta er þvinguð hollusta, þar sem maður verður að vera trúr eða deyja.“
Norður-Kórea Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira