Hinn þrítugi Crittenden skokkaði í þessu spretthlaupi og kom langsíðastur í mark í sínum riðli.
Það er ekki auðvelt að komast í Ólympíulið Bandaríkjanna og Crittenden er því öflugur hlaupari þótt að það hafi ekki sést þarna.
Freddie Crittenden, 30, masade sig bara igenom sitt heat i OS. https://t.co/51zQciSRtT
— Sportbladet (@sportbladet) August 4, 2024
Eftir hlaupið vildu allir vita hvað vær eiginlega í gangi og þá kom í ljós að þetta var taktík hjá honum.
Breyttar reglur þýða að nú fá allir sem komast ekki beint áfram annað tækifæri í aukahlaupi daginn eftir.
Crittenden er að koma til baka eftir meiðsli og sagðist vera að spara sig fyrir aukahlaupið. Hann varð samt að taka þátt í þessu hlaupi til að vera gjaldgengur í það.
Crittenden kom í mark á 18,27 sekúndum en Senegalinn Francois Mendy vann riðilinn á 13,31 sekúndum.
Nú er bara að sjá hvort þessi taktík virki og hann nái að tryggja sér sæti í undanúrslitahlaupinu á morgun.
🇺🇸 FREDDIE ?? Cité parmi les favoris de ce 110 M haies, l'américain semble refuser de courir, et termine sa manche en plus de 18 secondes 🫨
— Eurosport France (@Eurosport_FR) August 4, 2024
Suivez les Jeux de #Paris2024 sur Eurosport avec Max, Canal+ et nos partenaires de distribution pic.twitter.com/otsGmHAP9z