Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 08:05 Líklegast er talið að gjósa á svæðum þar sem áður hefur gosið á síðustu mánuðum. Vísir/Vilhelm Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. Áætlað er að magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi sé orðið svipað og fyrir eldgosið sem hófst í lok maí. Líkön benda til þess að nýtt kvikuhlaup eða jafnvel eldgos geti hafist á næstu dögum, að því er kom fram í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofu Íslands í gær. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir stöðuna óbreytta eftir nóttina. Síðasta sólarhringinn hafi 55 jarðskjálftar mælst. Það er í samræmi við rólegt vaxandi skjálftavirkni sem hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með gæti gosið á svipuðum slóðum og áður í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu árin. Möguleikarnir sem eru nefndir er gos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks þar sem gaus í desember, febrúar, mars og maí annars vegar og hins vegar sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli sem er svipuð staðsetning og í gosi í janúar. „Það er í raun búist við að þetta komi á svipuðu svæði og síðustu gos en svo er alltaf undirbúið að það geti gerst á öðrum stöðum,“ segir Lovísa Mjöll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Áætlað er að magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi sé orðið svipað og fyrir eldgosið sem hófst í lok maí. Líkön benda til þess að nýtt kvikuhlaup eða jafnvel eldgos geti hafist á næstu dögum, að því er kom fram í stöðuuppfærslu á vef Veðurstofu Íslands í gær. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir stöðuna óbreytta eftir nóttina. Síðasta sólarhringinn hafi 55 jarðskjálftar mælst. Það er í samræmi við rólegt vaxandi skjálftavirkni sem hefur mælst á Sundhnúksgígaröðinni síðustu vikuna. „Það er spurning hvað það mun taka langan tíma fyrir kerfið að komast af stað en við búumst allt eins við því að þetta gæti gerst bara hvað úr hverju,“ segir Lovísa Mjöll í samtali við Vísi. Samkvæmt þeim sviðsmyndum sem Veðurstofan vinnur með gæti gosið á svipuðum slóðum og áður í eldsumbrotunum á Reykjanesskaga síðustu árin. Möguleikarnir sem eru nefndir er gos með upptök milli Stóra-Skógfells og Sundhnúks þar sem gaus í desember, febrúar, mars og maí annars vegar og hins vegar sunnan við Sundhnúk, við Hagafell eða suður af Hagafelli sem er svipuð staðsetning og í gosi í janúar. „Það er í raun búist við að þetta komi á svipuðu svæði og síðustu gos en svo er alltaf undirbúið að það geti gerst á öðrum stöðum,“ segir Lovísa Mjöll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira