Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 21:33 Ásta Guðrún Helgadóttir í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau ætluðu tónleika Taylor Swift á morgun. Ásta/Getty Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“ Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“
Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira