Þúsundir gagn-mótmælenda kæfðu boðaðar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2024 06:40 Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla hatri gegn flóttafólki og innflytjendum. AP/PA Þúsundir Breta söfnuðust saman í borgum víða um Bretland í gær og tóku höndum saman til að vernda miðstöðvar fyrir flóttamenn og aðra staði þar sem óttast var að óeirðarseggir myndu koma saman. Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum. Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum.
Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira