Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 22:45 Præst gengur í raðir KR að leiktíðinni lokinni. KR Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira