Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 22:45 Præst gengur í raðir KR að leiktíðinni lokinni. KR Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Segja má að nokkur áhugaverð félagaskipti hafi átt sér stað í dag. Þá er enn möguleiki að einhver þeirra fari í gegn áður en klukkan slær miðnætti en það helsta sem hefur gerst þegar þetta er skrifað klukkan 22.45 á þriðjudagskvöld hefur verið meira af orðrómum en staðfestum félagskiptum. Við höfum þó fengið að sjá nokkur vistaskipti, þau helstu sem má sjá hér að neðan. KR hefur samið við danska miðjumanninn Matthias Præst en hann gengur þó ekki í raðir félagsins fyrr en eftir að yfirstandandi leiktíð er lokið. Leiknir Reykjavík, sem er í harðri fallbaráttu í Lengjudeildinni, hefur fengið miðvörðirnn Dusan Brkovic í sínar raðir. Hann lék með KA á síðustu leiktíð, samdi við FH fyrir þetta tímabil og er nú mættur í Breiðholtið á láni. Meira af Leikni en Omar Sowe hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Breiðholti. Framherjinn var orðaður við Fylki en verður samningslaus að leiktíðinni lokinni og ætlar þá að skoða mál sín. Valsmenn voru fljótari en flestir en í gær var tilkynnt að Orri Hrafn Kjartansson væri mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa verið á láni hjá Fylki fyrri hluta sumars. Á sama tíma kynntu Valsmenn nýjan leikmann til leiks, sænskan framherja sem kostaði liðið sjö milljónir króna ef marka má sænska fjölmiðla. Textalýsingu Vísis frá gluggadeginum má sjá hér að neðan. Ef hún birtist ekki þarf að endurhlaða síðuna.
Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira