Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 06:56 Fólk flýr Khan Younis eftir rýmingartilskipun frá Ísraelsher á sunnudag. AP/Abdel Kareem Hana Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann. Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira
New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann.
Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Sjá meira