Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 15:07 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, við undirritun samningsins í dag. Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Búrfellslundur liggur innan staðarmarka Rangárþings ytra og er leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar áskilið til nýtingar á réttindum innan þjóðlendu, annarra en vatns- og jarðhitaréttinda. Það leyfi liggur fyrir og er ein forsenda samningsins. Vindmyllurnar sem eiga að rísa við Búrfell munu ná allt að 150 metra upp í loft eða sem nemur tveimur Hallgrímskirkjuturnum.Vísir Virkjunarkosturinn var settur í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og verður fyrsti vindorkugarður landsins, fáist öll tilskilin leyfi. Landsvirkjun hóf undirbúning verkefnisins árið 2010. Gert er ráð fyrir að allt að 30 vindmyllur verði reistar í vindorkugarðinum og að uppsett afl verði um 120 MW. Orkustofnun veitti Landsvirkjun á mánudag virkjunarleyfi fyrir vindorkuveri við Búrfell. „Það er ákaflega ánægjulegt að samkomulag um lands- og vindorkuréttindi sé í höfn. Landsvirkjun hefur vandað mjög til verka við undirbúning Búrfellslundar og samningurinn er mikilvægur áfangi í átt að því að verkefnið verði að veruleika,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann tjáði sig um vindmyllurnar í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta eru há mannvirki en það er hægt að staðsetja þau þannig að þau falli ágætlega að landslaginu þannig að þau beri ekki við himin eins og við höfum reynt að gera á þeim útsýnisstöðum sem þar eru í kring. Við höfum líka ákveðið að fara ekki í hæstu vindmyllurnar, þær eru farnar að vera 200-250 metra háar í erlendis, það er algengt, en við erum að fara hæst í 150 metra og við getum gert það því hér eru góð vindskilyrði,“ sagði Hörður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra sagði við undirritunina að það væri fagnaðarefni að vindorkan verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Samningurinn er gerður á grundvelli nýlegra breytinga á reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna, sem byggja á breytingum á þjóðlendulögum sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Með breytingunum er forsætisráðherra veitt heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna til aðila sem þegar hefur afnotarétt eða annars konar réttindi á sama nýtingarsvæði, enda þjóni slík ráðstöfun markmiðum um sjálfbærni, þjóðhagslega hagkvæmni, orkuöryggi og sé í nánum og eðlislægum tengslum við nýtingu sem fyrir er. Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund í vikunni. Í kjölfarið ætlar Landsvirkjun að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Ef það fæst tekur stjórn Landsvirkjunar endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í verkefnið. Semja um fjárhæð Íslenska ríkið og Landsvirkjun munu nú hefja viðræður til að ná fram samkomulagi um fjárhæð endurgjalds vegna vindorkuréttinda en þar skal m.a. taka mið af fyrirliggjandi fordæmum dómstóla, gerðardóma og matsnefnda um sambærileg orkunýtingarréttindi í íslenskum rétti. Einnig verður horft til ákvæða um endurgjald slíkra réttinda í öðrum samningum milli ríkisins og Landsvirkjunar. Endurgjald fyrir landsréttindi og vegna efnisnáms skal miða við markaðsverð vegna sambærilegra réttinda. Hafi aðilar ekki náð samkomulagi um fjárhæð endurgjalds fyrir lands- og vindorkuréttindi innan 90 daga frá útgáfu virkjunarleyfis er, samkvæmt samningnum, heimilt að vísa ákvörðun um endurgjald til sérstaks gerðadóms, segir á vef Stjórnarráðsins. Undir feldi í næsta hreppi Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, nágrannasveitarfélags Rangárþings ytra, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum. Ákvörðun um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi verði tekin á næstu sveitarstjórnarfundum. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Bæði sjáist vindorkuver víða af hálendinu og þá vilji Landvernd sjá þjóðgarð á svæðinu. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María í fréttum Stöðvar 2 í gær. Vindmyllugarðar eru fyrirhugaðir víðar á landinu. Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð. Vindorka Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. 14. ágúst 2024 10:19 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Búrfellslundur liggur innan staðarmarka Rangárþings ytra og er leyfi hlutaðeigandi sveitarstjórnar áskilið til nýtingar á réttindum innan þjóðlendu, annarra en vatns- og jarðhitaréttinda. Það leyfi liggur fyrir og er ein forsenda samningsins. Vindmyllurnar sem eiga að rísa við Búrfell munu ná allt að 150 metra upp í loft eða sem nemur tveimur Hallgrímskirkjuturnum.Vísir Virkjunarkosturinn var settur í nýtingarflokk rammaáætlunar árið 2022 og verður fyrsti vindorkugarður landsins, fáist öll tilskilin leyfi. Landsvirkjun hóf undirbúning verkefnisins árið 2010. Gert er ráð fyrir að allt að 30 vindmyllur verði reistar í vindorkugarðinum og að uppsett afl verði um 120 MW. Orkustofnun veitti Landsvirkjun á mánudag virkjunarleyfi fyrir vindorkuveri við Búrfell. „Það er ákaflega ánægjulegt að samkomulag um lands- og vindorkuréttindi sé í höfn. Landsvirkjun hefur vandað mjög til verka við undirbúning Búrfellslundar og samningurinn er mikilvægur áfangi í átt að því að verkefnið verði að veruleika,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Hann tjáði sig um vindmyllurnar í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta eru há mannvirki en það er hægt að staðsetja þau þannig að þau falli ágætlega að landslaginu þannig að þau beri ekki við himin eins og við höfum reynt að gera á þeim útsýnisstöðum sem þar eru í kring. Við höfum líka ákveðið að fara ekki í hæstu vindmyllurnar, þær eru farnar að vera 200-250 metra háar í erlendis, það er algengt, en við erum að fara hæst í 150 metra og við getum gert það því hér eru góð vindskilyrði,“ sagði Hörður. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra sagði við undirritunina að það væri fagnaðarefni að vindorkan verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Samningurinn er gerður á grundvelli nýlegra breytinga á reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna, sem byggja á breytingum á þjóðlendulögum sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Með breytingunum er forsætisráðherra veitt heimild til að víkja frá auglýsingaskyldu um ráðstöfun lands og landsréttinda innan þjóðlendna til aðila sem þegar hefur afnotarétt eða annars konar réttindi á sama nýtingarsvæði, enda þjóni slík ráðstöfun markmiðum um sjálfbærni, þjóðhagslega hagkvæmni, orkuöryggi og sé í nánum og eðlislægum tengslum við nýtingu sem fyrir er. Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund í vikunni. Í kjölfarið ætlar Landsvirkjun að sækja um framkvæmdaleyfi til sveitarstjórnar Rangárþings ytra. Ef það fæst tekur stjórn Landsvirkjunar endanlega ákvörðun um hvort ráðist verði í verkefnið. Semja um fjárhæð Íslenska ríkið og Landsvirkjun munu nú hefja viðræður til að ná fram samkomulagi um fjárhæð endurgjalds vegna vindorkuréttinda en þar skal m.a. taka mið af fyrirliggjandi fordæmum dómstóla, gerðardóma og matsnefnda um sambærileg orkunýtingarréttindi í íslenskum rétti. Einnig verður horft til ákvæða um endurgjald slíkra réttinda í öðrum samningum milli ríkisins og Landsvirkjunar. Endurgjald fyrir landsréttindi og vegna efnisnáms skal miða við markaðsverð vegna sambærilegra réttinda. Hafi aðilar ekki náð samkomulagi um fjárhæð endurgjalds fyrir lands- og vindorkuréttindi innan 90 daga frá útgáfu virkjunarleyfis er, samkvæmt samningnum, heimilt að vísa ákvörðun um endurgjald til sérstaks gerðadóms, segir á vef Stjórnarráðsins. Undir feldi í næsta hreppi Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, nágrannasveitarfélags Rangárþings ytra, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum. Ákvörðun um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi verði tekin á næstu sveitarstjórnarfundum. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps. „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, gagnrýnir áform um vindorkuver við Búrfell og segir mikilvægt að áætlanir um vindorkuver fari ekki fram úr regluverkinu. Bæði sjáist vindorkuver víða af hálendinu og þá vilji Landvernd sjá þjóðgarð á svæðinu. „Að öðru, þá er mjög mikið af þessum áformum á teikniborðinu og það er ofboðslega mikilvægt að það sé skýrt hvert við ætlum að fara með þau, hvort við ætlum að vera með mörg lítil eða fá stór. Þessari stefnumörkun hefur ekki verið lokið en samt er komið hérna fyrsta virkjunarleyfið fyrir vindorkuveri, sem er bara mjög stór áfangi í þessari vegferð og það er mjög hættulegt ef vegferðin fer einhvern veginn fram úr regluverkefnu, sem við höfum séð gerast á Íslandi í ýmsu eins og í fiskeldinu, þar sem það kann ekki góðri lukku að stýra að regluverkið komi eftir á,“ sagði Þorgerður María í fréttum Stöðvar 2 í gær. Vindmyllugarðar eru fyrirhugaðir víðar á landinu. Franska félagið Qair hélt kynningarfund fyrir Dalamenn í gærkvöldi um áform félagsins um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. Til stendur að reisa þar 29 vindmyllur og eiga þær að rísa upp í 200 metra hæð.
Vindorka Landsvirkjun Orkumál Rangárþing ytra Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. 14. ágúst 2024 10:19 Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27 Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. 14. ágúst 2024 10:19
Finnst líklegt að vindorka verði þriðja stoðin í orkukerfi landsins Vindorka verður að líkindum þriðja stoðin í orkukerfi landsins. Þetta er mat forstjóra Landsvirkjunar sem kallar eftir skilvirkara regluverki. Orkustofnun veitti Landsvirkjun í gær virkjunarleyfi fyrir fyrsta vindorkuveri landsins sem á að rísa við Búrfell. 13. ágúst 2024 19:27
Þurfi að sýna skynsemi við uppbyggingu vindorkuvera Fyrsta leyfið fyrir vindorkuver á Íslandi var veitt í dag. Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem stefnt er að því að reisa þrjátíu vindmyllur. 12. ágúst 2024 23:05