Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að annar þeirra hafi verið orðinn nokkuð kaldur. Annars hafi líðan þeirra verið góð. Mennirnir voru eftir það fluttir á hótelið í Ásgarði.
Um tíu björgunarsveitir fóru af stað í leit í gær eftir að hjálparboð barst frá göngumanni sem fór út af gönguslóða í svartaþoku. Staðsetning fékkst út frá símtali þar sem óskað var eftir aðstoð. Útkall barst Landsbjörg um klukkan 19:30.