Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 22:04 Guðrún segir enga ástæðu til að bólusetja almenning fyrir MPX-veirunni. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún. Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Nýtt afbrigði apabólu, sem Guðrún segir réttara að kalla MPX-veiruna, hefur náð mikilli útbreiðslu í Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýst yfir neyðarástandi vegna þessa. Afbrigðið hefur nú greinst í Svíþjóð. Flestir jafni sig Guðrún segir að flestir sem smitist af veirunni jafni sig, en fái ýmiss konar einkenni. Veiran geti lagst þungt á ónæmisbælda, en einnig börn og barnshafandi konur. „Börn og ónæmisbældir hafa farið illa út úr þessu, svo eru þessir mismunandi stofnar og annar er skæðari en hinn,“ segir Guðrún, en hún var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Smitast með mikilli nánd „Þetta er veirusýking sem smitast við náin samskipti, þannig hún er ekki bráðsmitandi,“ segir Guðrún. Helst þurfi snertingu til að smitast, en einnig geti vessað úr bólum. Einnig geti veiran verið á hlutum eða efni eins og handklæðum, rúmfötum og slíku frá fólki sem hefur verið með apabólu. „En þetta þarf svolítið mikla nánd og snertingu í tíma til að smitast.“ Hún segir að einkenni apabólunnar séu útbrotin sem hún er kennd við. „Þetta byrjar á þessum útbrotum sem eru eins og bólur, sem verða svo vessafylltar blöðrur og sár, sem þorna upp og mynda hreistur sem dettur af. Svo eru önnur einkenni, svolítið eins og flensulík einkenni, vöðvaverkir, höfuðverkur, eitlabólgur og hiti,“ segir hún. Fólk smitist aðallega frá þessum útbrotum, en þegar sárin séu svo orðin þurr sé þetta ekki eins smitandi. Mælir ekki með bólusetningu fyrir almenning Guðrún segir að til sé bóluefni en ekki sé mælt með því fyrir almenning. „Það er ekki hætta á að þetta dreifist út til allra, þetta er bundið við náin samskipti.“ Áhættuhópar hafi verið bólusettir árið 2022 þegar hinn stofninn barst til landsins. „Ég hef ekki áhyggjur eins og er að þetta verði mjög útbreitt hjá okkur, þetta er bara að fara í gang og við fylgjumst grannt með því og hvaða ráðleggingar verða í nágrannalöndunum,“ segir hún.
Apabóla Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira