Meiri tíðindi að stjórnin hafi lifað svo lengi Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. ágúst 2024 12:23 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir ummæli Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, um að útilokað sé að ríkisstjórnarsamstarfinu verði haldið áfram eftir næstu kosningar ekki valda neinum titringi innan stjórnarflokkanna. Sögulegt sé að þriggja flokka stjórn hafi náð að klára heilt kjörtímabil. Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Alþingi verður sett þann 10. september og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við nýjasta Þjóðarpúls Gallup myndi Samfylkingin fá tvo fleiri þingmenn en stjórnarflokkarnir til samans sem fengju alls sautján. Þá myndu Vinstri græn falla út af þingi. „Hildur hefur einmitt verið lykilmanneskja í þinginu í að halda góðum tengslum við aðra þingflokka, við að koma málum í gegnum þingið og tryggja framgang mikilvægra þingmála ríkisstjórnarinnar,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það er hins vegar pólitískt mat hennar samkvæmt þessu viðtali að það sé afar ólíklegt og jafnvel útilokað að flokkarnir hafi einfaldlega stuðning eins og staðan blasir við okkur í dag til þess að starfa áfram. Þá er það bara pólitískt mat og á ekkert að trufla það að við erum í dag með mjög traustan meirihluta í þinginu, skýran stjórnarsáttmála, mörg ókláruð verkefni og við ætlum að einbeita okkur að því til skamms tíma. Til lengri tíma þá er auðvitað óumflýjanlegt að fara í kosningar og við fáumst við það þegar þar að kemur.“ Hver geti haft sína skoðun „Mitt pólitíska mat er það að það er stórmerkilegt í stjórnmálasögu Íslands að þriggja flokka stjórn sé við það að ljúka tveimur kjörtímabilum. Það hefur aldrei gerst, það hefur engin þriggja flokka stjórn nokkurn tímann klárað eitt kjörtímabil,“ segir Bjarni. „Það er merkilegt í stjórmálasögulegu samhengi. Ef það gerist með þeim hætti að slík þriggja flokka stjórn hefur ekki skýran meirihluta til að halda enn áfram þá þykja mér það ekki vera jafn mikil tíðindi. Það verður einfaldlega að horfast í augu við stöðuna þegar við stöndum frammi fyrir því að kjósendur fá aftur boltann, þá verða spilin stokkuð upp og við vinnum úr niðurstöðunni eftir næstu kosningar. Þetta eru í sjálfu sér ekkert annað en vangaveltur um það hvað líklegt er að komi út úr næstu kosningum og þar getur hver haft sína skoðun.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Framsókn og VG útiloki ekkert Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. 12. ágúst 2024 12:15