Rekstraraðilar misvel undirbúnir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 13:28 Þau Sigurhans og Ástríður höfðu ekki gert ráðstafanir vegna reglugerðar um kynhlutlaus klósett. vísir Rekstraraðilar eru misvel búnir undir reglugerðarbreytingu sem gerir þeim skylt að bjóða upp á kynhlutlaus salerni. Varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu. Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Reglugerðin hefur þegar tekið gildi. Samkvæmt henni er æskilegt að merkja salerni eftir aðstöðu en kynhlutlaus klósett skulu vera til staðar þar sem snyrtingar karla og kvenna eru aðskildar. Þá er spurningin hvort rekstraraðilar hafi gert einhverjar ráðstafanir. Fjallað var um málið og rætt við rekstraraðila í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Nei við höfum enn ekki gert neinar ráðstafanir, en það kemur til með að við gerum það,“ segir Ástríður Kristín Ómarsdóttir rekstrarstjóri Kex hostel. „Við vorum nú bara að frétta af þessu núna í dag, við förum örugglega að skoða þetta. En eins og staðan er núna erum við bara með þetta eins og hefur verið,“ segir Sigurhans Óskar Sigurhansson veitingastjóri Íslenska barsins. „Við höfum frá byrjun bara merkt salernin okkar þannig að það eru pissuskálar hér og klósettskálar þarna. Þannig já, við erum klárir,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen. Minna öryggi? Ósanngjarnt? Reglugerðarbreytingin hefur strax skapað umræðu á samfélagsmiðlum, þar sem einhverjir lýsa áhyggjum yfir því að minna öryggi fylgi því að blanda saman kynjum. Það var gert í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Einhverjir bentu á að fyrirkomulagið hafi gengið án vandræða um nokkurt skeið á ýmsum stöðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gantaðist með málið í færslu á Facebook. Hann segir mikinn mun á kvenna og karlaklósettum og það viti allir karlar sem hafi óvart villst inn á kvennaklósett. „Þeir sem hafa upplifað slíkar sekúndur ættu þó að vita hversu ósanngjarnt það er að hafa slík rými af konum og ætla þeim að vaða þvagpollana karlamegin þar sem maður er þakklátur fyrir það þegar klórlyktin er nógu sterk til að fela það sem undir liggur,“ skrifaði Sigmundur. Alex Diljar varaforseti Trans Ísland segir of mikið gert úr málinu „Kynhlutlaus salerni eru fyrir öll, þetta er ekki bara fyrir kvárin. Það geta allir nýtt sér þessa aðstöðu. Það felst mjög lítil breyting í þessu í rauninni.“ Þegar séu mörg kynhlutlaus klósett til staðar. „Það er ekki verið að taka neitt af neinum, bara verið að auka aðgengi fyrir öll.“ Alex Diljar segir margt eftir að gera í lagabreytingum eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi. Hann vill að umræða um transfólk færist frá klósettumræðu.vísir/ívar fannar
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira