Höfðu hendur í hári barnsmorðingjans Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 10:47 Löreglumenn fylgjast með minningarstund um Mateo, ellefu ára gamlan dreng sem var stunginn til bana í bænum Mocejón á Spáni um helgina. Vísir/Getty Spænska lögreglan handtók ungan mann sem er grunaður um að stinga ellefu ára gamlan dreng til bana á fótboltavelli í bænum Mocejón um helgina. Morðinginn flúði vettvang og upphófst mikil leit að honum. Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða. Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar segja að sá handtekni sé tvítugur spænskur karlmaður. Hann sé búsettur í Madrid með móður sinni en dvelji stundum í Mocejón hjá föður sínum. Mocejón er í Toledo-héraði, um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Madrid. Lögreglan gerði húsleitir á heimili föður hans og ömmu á meðan leit að manninum stóð í lofti, á láði og legi. Árásin átti sér stað á sunnudag. Vitni segja að árásarmaðurinn hafi ráðist á drenginn með beittu áhaldi og stungið hann ítrekað. Spænska ríkisútvarpið RTVE hefur eftir yfirvöldum að drengurinn hafi verið stunginn tíu sinnum. Sá grunaði stakk svo af á bifreið. Sá grunaði játaði verknaðinn við yfirheyrslu, að sögn spænska blaðsins El País. Lögreglan er sögð hafa útilokað að árásin hafi tengst skipulagðri glæpastarfsemi eða hryðjuverkum. Faðir hans á að hafa sagt lögreglu að sonur sinn sé geðfatlaður, að sögn dagblaðsins ABC. Eggvopnið sem ungi maðurinn notaði er enn ófundið og stendur leit yfir að því. Þá beinist rannsóknin að tilefni árásinnar. Talsmaður fjölskyldu drengsins sem var drepinn og talskona ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt harðlega þá sem hafa dreift upplýsingafalsi um kynþátt og trú árásarmannsins og tilefni árásarinnar á samfélagsmiðlum síðustu daga. Milagros Tolón, talskona ríkisstjórnarinnar, sagði „hatursdreifara“ af þessu tagi valda miklum skaða.
Spánn Erlend sakamál Tengdar fréttir Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Ellefu ára drengur myrtur á Spáni Lögreglan á Spáni leitar nú manns sem grunaður er um að hafa myrt ellefu ára gamlan dreng með eggvopni fyrr í dag. Drengurinn var úti að leika með vinum sínum þegar maður með hettu réðst á hann snemma í dag. 18. ágúst 2024 18:34