Telja apabóluna ekki „nýja COVID“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 13:22 Rafeindasmásjármynd af apabóluveirunni í smitaðri frumu. AP/NIAID Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu segir að mpox-veiran, sem áður var þekkt sem apabóla, sé ekki „nýtt COVID“. Heilbrigðisyfirvöld viti hvernig eigi að hefta útbreiðslu veirunnar sem hefur skotið upp kollinum víða um lönd undanfarið. Áhyggjur hafa vaknað af nýju afbrigði mpox-veirunnar sem virðist smitast greiðar við náið samneyti en eldri afbrigði. Veirusýkingin er yfirleitt væg en getur þó dregið sjúklinga til dauða. Faraldur sem blossaði upp í Afríku hefur dreift úr sér og greindist tilfelli í Svíþjóð í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandið vegna nýja afbrigðisins. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttast nýjan heimsfaraldur eftir kórónuveirufaraldurinn sem fór um heiminn fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Um hundrað ný tifelli mpox greinist nú í Evrópu á mánuði. „Við getum og við verðum að taka á mpox saman,“ sagði Kluge sem lagði áherslu á að mpox-veiran væri ólík kórónuveirunni sem kostaði milljónir mannslífa. Spurning væri hvort heimsbyggðin brygðist við með því að ná tökum á mpox og útrýma veirunni á heimsvísu eða með óðagoti og vanrækslu. „Það hvernig við bregðumst við núna og á komandi árum verður mikilvæg prófraun fyrir Evrópu og heimsbyggðina,“ sagði Kluge við fréttafólk í dag. Mpox-veiran smitast við náið líkamlegt samneyti, þar á meðal við kynmök. Engar vísbendingar eru um að veiran smitist með lofti, ólíkt COVID-19. Apabóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Áhyggjur hafa vaknað af nýju afbrigði mpox-veirunnar sem virðist smitast greiðar við náið samneyti en eldri afbrigði. Veirusýkingin er yfirleitt væg en getur þó dregið sjúklinga til dauða. Faraldur sem blossaði upp í Afríku hefur dreift úr sér og greindist tilfelli í Svíþjóð í síðustu viku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) lýsti yfir neyðarástandið vegna nýja afbrigðisins. Hans Kluge, yfirmaður WHO í Evrópu, reyndi að sefa áhyggjur þeirra sem óttast nýjan heimsfaraldur eftir kórónuveirufaraldurinn sem fór um heiminn fyrir fjórum árum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Um hundrað ný tifelli mpox greinist nú í Evrópu á mánuði. „Við getum og við verðum að taka á mpox saman,“ sagði Kluge sem lagði áherslu á að mpox-veiran væri ólík kórónuveirunni sem kostaði milljónir mannslífa. Spurning væri hvort heimsbyggðin brygðist við með því að ná tökum á mpox og útrýma veirunni á heimsvísu eða með óðagoti og vanrækslu. „Það hvernig við bregðumst við núna og á komandi árum verður mikilvæg prófraun fyrir Evrópu og heimsbyggðina,“ sagði Kluge við fréttafólk í dag. Mpox-veiran smitast við náið líkamlegt samneyti, þar á meðal við kynmök. Engar vísbendingar eru um að veiran smitist með lofti, ólíkt COVID-19.
Apabóla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Apabóla geti komið til landsins en muni ekki verða útbreidd Guðrún Aspelund Sóttvarnarlæknir segir að nýtt afbrigði MPX-veirunnar, apabólu, sem greinst hefur í Svíþjóð gæti borist hingað til lands. Hún óttast ekki faraldur og heldur að veiran yrði ekki útbreidd hér á landi. 15. ágúst 2024 22:04
Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. 15. ágúst 2024 20:05
Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). 15. ágúst 2024 06:58