„Þetta er bara svona á mjög hægri uppleið ennþá, en ekki orðið neitt sérstaklega eftirtektarvert eins og er,“ segir Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.
Hún bætir við að svo virðist sem nú sé að hlaupa úr vestari Skaftárkatlinum og að alla jafna séu hlaup úr honum töluvert minni en þau sem koma úr eystri katlinum sem hljóp í fyrra. „Þannig að við erum ekkert endilega að búast við stóru hlaupi, en við fylgjumst grannt með áfram og í augnablikinu virðist þetta vera á hægri uppleið en ekkert að flýta sér niður.“