Ekki gott fyrir ríkisstjórn að takast á í fjölmiðlum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. ágúst 2024 14:43 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Það er ekki gott fyrir ríkisstjórnina að takast svona á í fjölmiðlum. Við eigum að gera það við ríkisstjórnarborðið. Þar er góður andi og það er liðsheild í þessum hópi. Við höfum afkastað mjög miklu á þessum tveimur kjörtímabilum.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra sem ræddi efnahagsmálin og ríkisstjórnina í Sprengisandi í morgun. Hann segir opinber átök milli ráðherra í fjölmiðlum spilla fyrir störfum ríkisstjórnarinnar sem eigi ærin verkefni fram undan. Þó nokkur dæmi eru um það að ráðherrar hafi verið ósammála um málefni í opinberri umræðu og nærtækt dæmi að nefna þegar að Sigurður senti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra ávítaði síðar Sigurð og sagði ráðherra ekki eiga að hafa afskipti af því hvort mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. Vinstrisinnaðasti og hægrisinnaðasti flokkarnir „Ég held að það sé ágætt að útskýra það aðeins. Því þú nefnir ÁTVR. Þá fannst mér það nú bara ábyrgðarhluti minn eftir að hafa fengið bréf frá heilbrigðisráðherra og vakin athygli á því að ástandið væri ekki gott. Þá sendi ég bréf til lögreglunnar og sagði að ÁTVR hafði sent inn kæru. Hafið þið ekkert gert með það? Það voru engin tilmæli. Engin afskipti.“ Hann segist ekki hafa haft nein afskipti af starfsemi lögreglu og að hann muni ekki gera það í framtíðinni. „Það er ekkert óeðlilegt að við tökumst á. Þetta er jú vinstrisinnaðasti flokkurinn og hægrisinnaðasti þegar við lögðum af stað þó að það séu kannski komnir vinstrisinnaðri og hægrisinnaðri flokkar núna. Það er ekkert skrítið en það er ekki gott að liðsheildin sé að takast á í fjölmiðlum.“ Hann bætir við að það skipti máli fyrir ríkisstjórnina að koma fram sem sterkari liðsheild á næstu mánuðum. Seðlabankinn taki möguleika yngra fólks Sigurður segir allar spár benda til þess að stöðugleiki náist í fljótt í hagkerfinu. Stýrivaxtir standa enn í 9,25 prósentum og Seðlabankinn hefur varað við því að það taki tíma að ná verðbólgunni niður. Hægja sé á flestum atvinnugreinum nema byggingargeiranum. Hann sé flókinn því á sama tíma sé krafa um að það hægist á greininni og að það sé byggt meira. „Svo er verið að byggja miklu meira af húsnæði og við höfum ekki í mjög mörg ár byggt meira þó svo við þurfum enn þá fleiri íbúðir og það er svolítið erfitt að komast þangað í því umhverfi sem að Seðlabankinn er að reyna takmarka byggingargeirann. Hann er að taka möguleika yngra fólks. Þetta er þessi klemma.“ Munum ná mjúkri lendingu Öll teikn séu á lofti um að við náum mjúkri lendingu í hagkerfinu að mati Sigurðar. Hann segir að við þurfum að vera þolinmóð en spár bendi til þess að stöðugleiki náist fljótt. „Matið er að, ef við horfum til framtíðar er staða okkar mjög góð svo fremur sem við náum þessari mjúku lendingu. Það er allt sem bendir til þess en við verðum að hafa þolinmæði til að ná henni.“ Þolinmæði merkir hvað? Eitt, tvö eða þrjú ár? „Ég held að það sé skemmri tími. Ég held að við munum sjá þetta mjög hratt fara niður. Akkúrat í augnablikinu gengur það hægar en við vildum og fyrir ríkisstjórn á síðasta ári kjörtímabils er þetta mjög vont en það skiptir ekki máli. Við verðum engu að síður að halda taktinum vegna þess að fyrir samfélagið er það lang best að ná þessari mjúku lendingu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sprengidagur Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira