Missti fótinn í hákarlaárás í fyrra en keppir á ÓL í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:32 Ali Truwit keppir á Ólympíumóti fatlaðra í ár aðeins rúmu ári eftir hryllilega hákarlaárás. @alitruwit Ólympíumót fatlaðra er farið í gang og meðal keppenda er bandaríska sundkonan Ali Truwit. Fyrir rúmu ári síðan hafði þó aldrei hvarflað að henni að keppa á Paralympics en svo tóku örlögin í taumana. Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a> Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira