Segir fylgi flokksins óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 06:24 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins segir stöðu hans óviðunandi. Vísir/Vilhelm Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32