Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 11:13 Starliner, geimfarið á að losa sig frá geimstöðinni á föstudaginn og lenda í sjónum undan strönum Mexíkó á laugardaginn. AP/NASA Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð. Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Þá stendur til að notast við Dragon geimfar frá SpaceX til að flytja Wilmore og Williams, auk tveggja annarra geimfara til jarðar. Wilmore heyrði um helgina „undarlegt“ hljóð um borð í geimfarinu. Ekki þykir öruggt að senda geimfarana tvo til jarðar um borð í Starliner en þróun geimfarsins hefur einkennst af vandræðum og töfum. Leki kom á geimfarið þegar það var sent til geimstöðvarinnar í júní en það var í fyrsta sinn sem Starliner var notað til að flytja menn. Helíumleki kom á geimfarið og þar að auki hafa einnig verið vandamál með hreyfla þess. Því var tekin sú ákvörðun að Wilmore og Williams myndu ekki vera um borð í Starliner þegar geimfarið yrði sent aftur til jarðar. Sjá einnig: Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Sagt var frá því á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) um helgina að Starliner myndi aftengjast geimstöðinni föstudaginn 6. september. Geimfarið á svo að lenda í sjónum undan ströndum Mexíkó á laugardaginn. Heyrði „undarlegt“ hljóð Wilmore hafði samband við stjórnstöð NASA á laugardaginn og spurði þá út í skringilegt hljóð sem hann heyrði úr hátalara um borð í Starliner. Hann hafði aldrei heyrt það áður og sagði það „undarlegt“. Þá vissi hann ekki hvað olli hljóðinu en setti hljóðnema sinn upp að hátalaranum svo starfsmenn stjórnstöðvarinnar gætu heyrt það. Áhugasamir geta hlustað á hljóðið í spilaranum hér að neðan eða fundið upptöku af samskiptum Wilmore við stjórnstöðina hér, þar sem henni var fyrst deilt á netinu. Í frétt Ars Techinca segir að ekki liggi fyrir hvað hafi valdið þessu hljóði og ólíklegt sé að um alvarlegt vandamál sé að ræða. Hins vegar sé hljóðið markvert vegna vandræða Boeing og NASA með Starliner í gegnum árin. Árið 2014 gerðu forsvarsmenn Boeing 4,2 milljarða dala samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, um að þróa Starliner til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Til stóð að skjóta geimfarinu fyrst út í geim árið 2019 en geimskotinu var ítrekað frestað. Af því varð svo í desember 2019 en það misheppnaðist þar sem innri klukka geimfarsins var ekki samstillt innri klukku Atlas V-eldflaugarinnar sem notað var til að skjóta geimfarinu út í geim. Það komst því aldrei á sporbraut. Annað geimskotið misheppnaðist einnig vegna nokkurra ventla sem festust en það þriðja heppnaðist þó og náði geimfarið til geimstöðvarinnar. Fjórða geimskotið var svo í júní, þegar þau Wilmore og Williams voru um borð.
Bandaríkin Boeing Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin SpaceX Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira