Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 21:11 Bandamenn Maduro eru sagðir hafa fest kaup á flugvélinni í upphafi síðasta árs og smyglað henni frá Bandaríkjunum. EPA Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. AP hefur eftir bandarískum embættismönnum að bandamenn Maduro hafi keypt flugvélina ólöglega í gegn um olíufyrirtæki staðsett á Karíbaeyjum í til að ekki kæmist upp um aðkomu Maduro að kaupunum, sem voru gerð í byrjun árs 2023. Í umfjöllun CNN, sem greindi fyrstur bandarískra miðla frá málinu, segir að flugvélin hafi verið í eigu Maduro og hún hafi kostað þrettán milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Flugvélinni hafi síðan verið smyglað frá Bandaríkjunum til Venesúela í gegn um Karíbaeyjar í apríl í fyrra. Flugvélin var skráð í San Marínó en var notuð undir ferðalög Maduro til annarra landa. Þar með talið til Gvæjana og Kúbu fyrr í ár. Flugvélin var einnig notuð undir fangaskipti í desember í fyrra, þegar yfirvöld í Bandaríkjunum slepptu Alex Saab, fjármálamanni Maduro, í skiptum fyrir tíu Bandaríkjamenn sem höfðu setið í fangelsi í Bandaríkjunum. Þá slepptu venesúelsk yfirvöld Leonard Francis, eða „Feita Leonard“, verktaka sem var sakfelldur árið 2022 fyrir að svíkja fé úr sjóher Bandaríkjanna. Rúmur mánuður er síðan miklar óeirðir brutust út í Venesúela eftir að endurkjör Maduro var staðfest eftir afar óeðlilegar kosningar. Stjórnarandstaðan sagði kosningarnar meingallaðar og sagði að tölur sem hún hefði frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Þá hafa sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnt kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Kosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
AP hefur eftir bandarískum embættismönnum að bandamenn Maduro hafi keypt flugvélina ólöglega í gegn um olíufyrirtæki staðsett á Karíbaeyjum í til að ekki kæmist upp um aðkomu Maduro að kaupunum, sem voru gerð í byrjun árs 2023. Í umfjöllun CNN, sem greindi fyrstur bandarískra miðla frá málinu, segir að flugvélin hafi verið í eigu Maduro og hún hafi kostað þrettán milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Flugvélinni hafi síðan verið smyglað frá Bandaríkjunum til Venesúela í gegn um Karíbaeyjar í apríl í fyrra. Flugvélin var skráð í San Marínó en var notuð undir ferðalög Maduro til annarra landa. Þar með talið til Gvæjana og Kúbu fyrr í ár. Flugvélin var einnig notuð undir fangaskipti í desember í fyrra, þegar yfirvöld í Bandaríkjunum slepptu Alex Saab, fjármálamanni Maduro, í skiptum fyrir tíu Bandaríkjamenn sem höfðu setið í fangelsi í Bandaríkjunum. Þá slepptu venesúelsk yfirvöld Leonard Francis, eða „Feita Leonard“, verktaka sem var sakfelldur árið 2022 fyrir að svíkja fé úr sjóher Bandaríkjanna. Rúmur mánuður er síðan miklar óeirðir brutust út í Venesúela eftir að endurkjör Maduro var staðfest eftir afar óeðlilegar kosningar. Stjórnarandstaðan sagði kosningarnar meingallaðar og sagði að tölur sem hún hefði frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Þá hafa sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnt kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Kosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29
Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42