Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2024 07:01 Freyr er bjartsýnn fyrir hönd frjálsra íþrótta á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. „Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
„Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30
Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti