Tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2024 12:52 Það tæki marga mánuði fyrir hraun að ná innviðum miðað við flæði þess nú. Vísir/Vilhelm Engir innviðir eru í hættu á Reykjanesskaga miðað við hraða hraunflæðis. Fastjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands segir að innflæði í kvikuhólfið undir Svartsengi sé jafn mikið og flæðir úr í eldgosinu. Hættumat verður uppfært síðar í dag. Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Smám saman hefur hægt á eldgosinu við Sundhnúksgíga, sem hófst 22. ágúst síðastliðinn. „Það hefur hægt verulega á hraunflæði, það er nánast ekki neitt lengur. Bara örfáir metrar á dag, tíu metrar kannski. Það er mjög lítið að frétta af gosinu sjálfu. Það sem við höfum aftur á móti séð er að það er ekki lengur sig í Svartsengi, það hefur nánast ekki verið nein aflögun í Svartsengi síðustu daga,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands. Ekkert landris Það sé túlkað þannig að flæði kviku inn í kvikuhólfið undir Svartsengi sé sambærilegt því sem fer út úr því í eldgosinu. „Þannig að við erum með eitthvað jafnvægi með flæði að neðan og upp á yfirborðið,“ segir Benedikt. Þannig að þið eruð ekki að mæla landris? „Nei, ekki eins og staðan er núna. Eflaust byrjar landris en við erum ekki að sjá það ennþá. Það tekur tíma að sjá hvort það er eitthvað minna landris en eins og staðan er núna er það frekar flatt. Við sjáum það kannski í næstu viku hvort það verði eins og í síðustu gosum.“ Benedikt Ófeigsson segir ekkert landris mælast nú.Vísir/Vilhelm Benedikt segir enga hættu stafa að innviðum eins og hraunflæðið er núna. „Miðað við núverandi flæði þá tekur marga mánuði fyrir hraun að ná einhverjum innviðum.“ Þá hafi jarðskjálftar nánast alveg hætt. „Skjálftavirknin hefur dottið verulega niður. Hún var svolítil í síðustu viku en hefur dottið niður og er mjög lítil núna,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34 Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29 Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Skjálftavirkni minnkað við kvikuganginn Virkni í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldist óbreytt síðastliðinn sólarhring en tólf dagar eru síðan gosið hófst. Sem fyrr er of snemmt að segja til um hvort landris sé hafið að nýju á Reykjanesskaga. 2. september 2024 22:34
Of snemmt að segja til um landris Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. 31. ágúst 2024 13:29
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00