Þessi 33 ára maraþonhlaupari, sem tók þátt á ÓL í París, er með brunasár á 75 prósent líkama hennar.
Kærastinn ræðst á hana á heimili hennar í Kenía þar sem hún æfir. Það voru nágrannar hennar sem komu henni til hjálpar og slökktu í henni. Kærastinn hlaut einnig brunasár og liggur á sama spítala.
Nágrannar Cheptegei heyrðu þau rífast fyrir utan hús hennar áður en hann tók upp bensínbrúsa og tæmdi úr honum yfir hlauparann. Svo kveikti hann í.