Svalasta sumarið í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:09 Í Reykjavík var helmingi meiri úrkoma í sumar en í meðalári og heilli gráðu svalara. Myndin var tekin við sambærilegar aðstæður sumarið 2022. Vísir/Vilhelm Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira