Missti eiginkonu og fót í slysi en bar upp bónorð á ný í París Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:06 Alessandro Ossola fann ástina á ný hjá Arianna Mandaradoni sem var himinlifandi með bónorðið í París. Ítalski spretthlauparinn Alessandro Ossola bað kærustunnar sinnar strax eftir að hafa hlaupið 100 metra spretthlaup á Ólympíumóti fatlaðra í París, og hún sagði já. Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira
Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Dagskráin í dag: Dregið í Meistara-, Evrópu og Sambandsdeildinni „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Gríðarleg spenna á toppnum Rómverjar og FCK sneru við dæminu Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sjá meira