Danska lögreglan má nú nota andlitsgreiningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. september 2024 16:43 Lögregla í Danmörku má þó ekki nota slíka tækni við rauntímaandlitsgreiningu. Getty Lögreglan í Danmörku má nú beita svokallaðri andlitsgreiningartækni við rannsókn á sakamálum. Þannig getur lögreglan fundið og fylgst með ferðum fólks sem lýst hefur verið eftir í öryggismyndavélum. Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig. Danmörk Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Politiken greinir frá því að ríkisstjórn Mette Frederiksen forsætisráðherra hafi náð samkomulagi við fjóra flokka stjórnarandstöðunnar í gær. Lögregla má þó ekki nota slíka tækni í rauntíma. „Nú er lögreglu fyrst um sinn kleift að nota meðal annars andlitsgreiningu í málum þar sem fólki er stefnt í hættu eða þegar um þjóðaröryggi er að ræða,“ er haft eftir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Mikið hefur verið rætt í Danmörku undanfarið um hvort veita eigi lögreglunni leyfi til að beita slíkri tækni sem margir eru andvígir af persónuverndarástæðum. Aukinn þungi færðist í umræðuna eftir að fréttir bárust af því að ungir drengir hefðu verið fluttir frá Svíþjóð til Danmerkur til að taka þátt í erjum danskra glæpagengja. 15 ára og 16 ára drengur hafa meðal annars verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps í héraðsdómi Kaupmannahafnar. „Tæknin stórbætir ekki bara rannsóknarvinnuna heldur sparar einnig tíma sem er lykilþáttur í rannsóknarvinnu,“ segir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra. Flokkurinn sem var hvað mótfallnastur þessum áformum, SF, hefur gengist við að styðja leyfisveitinguna. „Um ræðir öfluga tækni og þess vegna komum við í SF til með að fylgjast vel með hvernig yfirvöld beita henni. Okkur hefur verið lofað mati á tilrauninni,“ er haft eftir Karinu Lorentzen, þingkonu SF. Ásamt SF-liðum studdu Danmerkurdemókratar, Íhaldsflokkurinn og Radikale Venstre leyfisveitinguna einnig.
Danmörk Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent