Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 19:45 Sjúkraliðar flytja lík Aysenur Ezgi Eygi í gegnum Rafidia-sjúkrahúsið. AP/Aref Tufaha Ísraelskir hermenn skutu unga bandaríska konu til bana á mótmælum gegn landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Herinn yfirgaf borgina Jenín og flóttamannabúðir þar í dag eftir blóðuga hernaðaraðgerð sem hafði staðið í níu daga. Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira