Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 22:57 Aysenur Ezgi Eygi var 26 ára. AP Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira