Hin 26 ára Sabalenka komst í undanúrslit mótsins bæði 2021 og 2022 en á síðasta fór hún í úrslit en mátti þola tap gegn Coco Gauff. Í ár var hins vegar ekkert sem gat stöðvað Sabalenku.
„Ég er orðlaus. Ég man eftir öllum erfiðum töpunum. Þau segja að maður muni sjá ástæðuna seinna, ég sé ástæðuna núna,“ sagði Sabalenka eftir að sigurinn var í höfn.
Sharing with the fans 🏆🤗 pic.twitter.com/ITlfVjQTEL
— US Open Tennis (@usopen) September 7, 2024
„Það skipti ekki máli hvað gekk á, ég kom alltaf sterkari til baka og lærði af hverju tapi. Ég gaf drauminn aldrei á bátinn, þess vegna er þetta sérstakt,“ sagði meistarinn einnig.