Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2024 15:36 John F. Kennedy sést hér í bílalestinni ásamt eiginkonu sinni Jacqueline Kennedy. Fyrir framan forsetann situr John Connally sem særðist alverlega í skotárásinni en lifði af. Getty Áður óséð myndband sem sýnir bílalest Johns F. Kennedy bruna í borginni Dallas skömmu eftir að Bandaríkjaforsetinn þáverandi var skotinn til bana 22. nóvember 1963 verður boðið upp seinna í þessum mánuði. Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald. Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald.
Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01