Áður óséð myndefni tekið eftir morðið á Kennedy fer á uppboð Jón Þór Stefánsson skrifar 8. september 2024 15:36 John F. Kennedy sést hér í bílalestinni ásamt eiginkonu sinni Jacqueline Kennedy. Fyrir framan forsetann situr John Connally sem særðist alverlega í skotárásinni en lifði af. Getty Áður óséð myndband sem sýnir bílalest Johns F. Kennedy bruna í borginni Dallas skömmu eftir að Bandaríkjaforsetinn þáverandi var skotinn til bana 22. nóvember 1963 verður boðið upp seinna í þessum mánuði. Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald. Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Það var maður að nafni Dale Carpenter sem tók myndbandið upp á átta millimetra filmu. Hann er sagður hafa geymt myndbandið í íláti úr málmi merktu „JFK launmorðið“. Einn sonur hans, sem er í dag 63 ára gamall, sagði við New York Times að faðir hans hefði sjaldan sýnt öðrum myndefnið, líklega vegna óhugnanlegs viðfangs þess. Myndbandið er raun í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn var tekinn fyrir morðið þegar bílalest Kennedy fer um miðbæ Dallas. Þar virðist Carpenter rétt svo missa af forsetanum en nær að taka upp hluta bílalestarinnar. Seinni hlutinn er tekinn eftir morðið en þá hafði Carpenter fært sig, líklega í von um að ná að mynda forsetann, en þá sést bílalestin bruna fram hjá honum þegar var verið að flytja Kennedy á sjúkrahús. „Ljósmyndir og kvikmyndir sem þessar er oft á tíðum enn þarna úti. Það er enn verið að uppgötva eða enduruppgötva efni sem þetta í kjöllurum og bílskúrum,“ segir Stephen Fagin, safnstjóri Sixth Floor-safnsins, sem er staðsett í húsnæðinu þar sem Lee Harvey Oswald framdi launmorðið á Kennedy. Myndefnið verður boðið upp 28. september næstkomandi. Uppboðshaldarinn hefur í gegnum tíðina annast uppboð á munum sem tengjast tilræðinu með einum eða öðrum hætti, líkt og giftingarhring Oswald.
Bandaríkin Einu sinni var... Tengdar fréttir Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32 Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. 10. september 2023 17:32
Bandaríkjaforsetar skotmörk blóðugra banatilræða Athygli heimsbyggðarinnar beindist að Bandaríkjunum um helgina þegar fréttir bárust af skotárás í Pennsylvaníuríki þar sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaframbjóðandi, var skotmarkið. Trump var skotinn í eyrað en slapp nokkuð vel, en ekki mátti miklu muna á því að hann hefði hlotið bana af. 18. júlí 2024 08:01