Weinstein var fluttur frá fangelsinu sem hann er vistaður í á Riker-eyju á Bellevue-spítala. Ekki voru gefnar frekari upplýsingar um núverandi líðan Weinstein. Weinstein var sakfelldur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot fyrir dómstól í New York árið 2020.
Þeim dómi var síðar snúið við í apríl þegar að áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Weinstein hafi ekki hlotið sanngjarna meðferð.
Weinstein hafði kvartað undan brjóstverkjum í fangelsinu en hann hefur glímt við ýmis heilsufarsvandamál undanfarið að sögn lögmanna sinna.