Myndband af atvikinu hefur farið víða á samfélagsmiðlum, þar sem hrun brúarinnar sést vel. Brúin er í héraðinu Phu Tho en stendur nú aðeins hálf yfir fljót. Tíu bílar og tvö mótorhjól voru á brúnni þegar hún hrundi. Þremur hefur verið bjargað en tíu manns er enn saknað.
Phong Chau Bridge near Hanoi dramatically collapsed due to high floodwaters as Typhoon Yagi lashed the country over the weekend.
— Sky News (@SkyNews) September 9, 2024
Local media reported that at least ten vehicles fell into the water and that 13 people were reported missing ⬇️ https://t.co/94txRDXtvi pic.twitter.com/mIPfIopWYu
Fellibylurinn hefur valdið miklu tjóni í Norður-Víetnam og flóð leitt til rafmagnsleysis. Að minnsta kosti 44 manns farist í aurskriðum og flóðum, að því er fram kemur í frétt BBC.
Fellibylurinn hafði áður valdið dauðsföllum á suðurhluta Kína og á Filippseyjum. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda er fellibylurinn sá öflugasti í Asíu á þessu ári með vindhraða að 203 km/klst.
Búist er við því að Yagi færist í vesturátt á næstu dögum og vara yfirvöld við áframhaldandi rafmagnsleysi og öðru tjóni.