Rakel Dögg: Lokuðum vel varnarlega og Alfa skildi liðin að sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. september 2024 18:56 Rakel Dögg fer vel af stað í starfi sem aðalþjálfari Fram. vísir / viktor freyr „Mér fannst frammistaðan frábær. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur rýnt í og allt það en mér fannst við heilt yfir frábærar,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir eins marks sigur sinna kvenna á liði Hauka. Lokatölur 27-26 í Lambhagahöllinni. Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira