Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 17:00 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var svekktur í leikslok. Visir/ Hulda Margrét Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“ Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri.„Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“
Besta deild karla Vestri Stjarnan Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira