Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2024 09:06 Flóðvatn streymir í gegnum bæinn Glucholazy í suðvestanverðu Póllandi sunnudaginn 15. september 2024. Vísir/EPA Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum. Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum. Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Aftakaúrkomu hefur gert í Mið- og Austur-Evrópu undanfarna daga og heilu bæirnir eru á floti. Heimili, brýr og innviðir hafa eyðilagst víða, samgöngur spillst og í Póllandi brast stífla í hamförunum. Sérstaklega hafa bæir við landamæri Pólland og Tékklands farið illa í flóðunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þrátt fyrir að byrjað væri að sjatna í ám þar í morgun hafa flóðin náð víðar og ógna stærri borgum í báðum löndum. Sex fórust í flóðunum í Rúmeníu yfir helgina, einn í Tékklandi og þá fórst austurrískur slökkviliðsmaður þegar hann dældi vatni úr kjallara. Talið er að tveir hafi drukknað í Póllandi. Sums staðar í Tékklandi hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á þremur dögum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þar þurftu tólf þúsund manns að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna, að sögn Petrs Fiala, forsætisráðherra. BBC segir að nokkurra sem sáust hverfa í vatnselginn sé saknað í Norður- og Suður-Moravíu. Í Austurríki er nágrenni Vínar lýst sem hamfarasvæði og ástandið þar er sagt fordæmalaust. Yfirvöld í Slóvakíu og Ungverjalandi búa sig undir möguleg flóð vegna vatnavaxta í Dóná. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hét stuðningi sambandsins við þau ríki sem hafa orðið fyrir hamförunum.
Pólland Rúmenía Austurríki Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13 Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43 Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“ Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu. 15. september 2024 19:13
Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. 15. september 2024 07:43
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49