Óráðlegt að undirbúa flutning barns sem dvelur á sjúkrahúsi Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 12:11 Sigurður Ingi segir málið hafa verið rætt á fundi ríkisstjórnar en hún taki þó ekki ákvörðun um framhaldið. Vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir mál Yazans ekki þrengja líf ríkisstjórnarinnar. Það sé samt auðvitað þannig að hver flokkur innan hennar hafi ólíka afstöðu til málaflokksins og bakland þeirra líka. Það sé mikilvægt að fylgja lögum en líka að tekið sé tillit til þess að þarna hafi verið sérstakt tilvik sem varði dreng í viðkvæmri stöðu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun fjölskyldunnar hafi gefið ríkisstjórninni færi á að skoða ýmsa þætti sem geta verið öðruvísi en í þeim þúsund málum sem hafa verið tekin fyrir og fólki vísað úr landi. „Það hafa ekki verið neinar hótanir um stjórnarslit af þessu tilefni,“ segir Sigurður Ingi. Hvað varðar stöðu Yazans segir Sigurðu Ingi það augljóst að staða hans sé sérstök og það sé mikilvægt að skoða alla þætti. Það sé verið að gera það en það séu þartilbær stjórnvöld sem taki svo ákvörðun um framhaldið. Það sé ekki ákvörðun sem verði tekin innan ríkisstjórnarinnar. „Enda var ráðherrann eingöngu að taka ákvörðun um að fresta framfylgd tímabundið.“ Sigurður Ingi segir það vitað að innan fárra daga geti fjölskyldan fengið efnismeðferð hjá Útlendingastofnun en þá skapast réttur hjá fjölskyldunni fyrir endurupptöku máls og að það fari í efnismeðferð. Sigurður Ingi segir það ljóst að drengurinn sé á spítala eins og stendur og það sé ekki þörf á að drífa barnið úr landi á meðan það dvelur á sjúkrastofnun. „Við vitum að barnið er innlagt á sjúkrastofnun og það er ekki held ég óráðlegt að undirbúa flutning á slíku barni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04 Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46 Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49 Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að fresta brottvísun fjölskyldunnar hafi gefið ríkisstjórninni færi á að skoða ýmsa þætti sem geta verið öðruvísi en í þeim þúsund málum sem hafa verið tekin fyrir og fólki vísað úr landi. „Það hafa ekki verið neinar hótanir um stjórnarslit af þessu tilefni,“ segir Sigurður Ingi. Hvað varðar stöðu Yazans segir Sigurðu Ingi það augljóst að staða hans sé sérstök og það sé mikilvægt að skoða alla þætti. Það sé verið að gera það en það séu þartilbær stjórnvöld sem taki svo ákvörðun um framhaldið. Það sé ekki ákvörðun sem verði tekin innan ríkisstjórnarinnar. „Enda var ráðherrann eingöngu að taka ákvörðun um að fresta framfylgd tímabundið.“ Sigurður Ingi segir það vitað að innan fárra daga geti fjölskyldan fengið efnismeðferð hjá Útlendingastofnun en þá skapast réttur hjá fjölskyldunni fyrir endurupptöku máls og að það fari í efnismeðferð. Sigurður Ingi segir það ljóst að drengurinn sé á spítala eins og stendur og það sé ekki þörf á að drífa barnið úr landi á meðan það dvelur á sjúkrastofnun. „Við vitum að barnið er innlagt á sjúkrastofnun og það er ekki held ég óráðlegt að undirbúa flutning á slíku barni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04 Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46 Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49 Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
„Ég hótaði ekki stjórnarslitum“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa hótað stjórnarslitum yrði brottflutningi Yazans Tamimi og fjölskyldu ekki frestað. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort málið gæti leitt til stjórnarslita. 17. september 2024 12:04
Læknir hafi metið Yazan flugfæran Verkefnastjóri heimferða- og fylgdadeildar Ríkislögreglustjóra segir að grænt ljós sé fengið hjá læknum veikra barna áður en þeim er fylgt úr landi. Þannig sé gengið úr skugga um að óhætt sé fyrir viðkomandi að ferðast. 17. september 2024 10:46
Segir lögin skipta máli en líka mannúð Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. 17. september 2024 11:49
Bjarni segir brottvísunina standa Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir brottvísun Yazans Tamimi standa. Ríkisstjórnin muni ekki taka ákvörðun um brottvísun, það verði að fara að lögum. Yazan er ellefu ára drengur frá Palestínu sem glímir við hrörnunarsjúkdóm. Beiðni hans og fjölskyldu um vernd hér á landi var synjað á árinu. 17. september 2024 11:22