„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2024 09:01 Elísa Kristinsdóttir og Mari Järsk hlupu saman heila 56 hringi í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð í vor. VÍSIR/VILHELM „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. Elísa varð í 2. sæti í hlaupinu í Öskjuhlíð í vor eftir að hafa bætt sig afar hratt síðustu misseri. Þær Mari Järsk, sem vann keppnina, hlupu saman heila 56 hringi áður en Elísa rétt féll á tíma í 57. hring. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra á klukkustund og endurtaka það svo eins oft og þeir geta, svo Elísa hljóp 382 kílómetra og var við keppni í tvo sólarhringa og níu klukkustundir. „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta. Þetta eru djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim. Það tekur kannski 6-7 hringi, en maður verður bara að hlaupa sig í gegnum það. Þú munt finna verki en þeir munu líka fara,“ segir Elísa í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Elísa einbeitir sér nú að landsliðskeppni í bakgarðshlaupi í október, þar sem 15 íslenskri hlauparar keppa í Elliðaárdalnum, og verður því ekki með í Heiðmörk um helgina. Hún hefur náð afar langt eftir að hafa fyrst keppt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum, og þá farið níu hringi eða um 60 kílómetra, sem sagt sex sinnum styttra en síðasta vor. Hún segist ekki hafa verið lengi að jafna sig eftir síðustu keppni: „Þremur vikum eftir Bakgarðshlaupið hljóp ég hálft Esjumaraþon og hef nánast verið að keppa hverja helgi síðan. Mér hefur liðið mjög vel. Þetta hafa verið ótrúlega skemmtileg verkefni. Til dæmis þrjú últra-hlaup í sumar. Við fórum sem sagt æfingaferð þar sem við fórum 250 kílómetra og 15.000 hæðarmetra. Skrokkurinn er heldur betur búinn að vera með mér í liði,“ segir Elísa. Keppendur í bakgarðshlaupi reyna að halda í góða skapið en dalirnir geta verið djúpir, eins og Elísa Kristinsdóttir bendir á.VÍSIR/VILHELM Hún lendir ítrekað í því að fólk reyni að ráðleggja henni varðandi hvíld: „Ég heyri það endalaust: „Nú ertu orðinn þreytt, ég sé það á þér.“ Fólk er endalaust að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið. En ég er með geggjaða þjálfara sem halda utan um mig og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Þau passa að ég fari ekki fram úr mér,“ segir Elísa. Í sínu fyrsta bakgarðshlaupi árið 2022 vissi hún í raun ekkert hvað hún var að fara út í: „Ég var ekkert að hlaupa. Ég var í MGT á þessum tíma, svona „high intensity“ þjálfun, hafði séð Mari í þessu og langaði að prófa þetta. Svo fór ég níu hringi, og leið mjög vel í skrokknum en var öll úti í blöðrum á fótunum. Svo áttu allir að setja upp höfuðljós fyrir næsta hring [vegna myrkurs] og ég var ekkert með höfuðljós. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við tærnar á mér og var alveg að drepast. Ég ákvað því að kalla þetta gott og koma aftur seinna, þegar ég væri búin að afla mér aðeins meiri upplýsinga um þetta hlaup,“ segir Elísa. Elísa veit hve mikilvægt er að nýta mínúturnar vel á milli hringja í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM Það gerði hún svo sannarlega og hljóp 37 hringi í hlaupinu í Heiðmörk fyrir ári síðan, og endaði í 2. sæti eftir 37 hringi. Þar villtist hún í lokahringnum: „Ég var orðin frekar rugluð þarna, þegar ég hætti. Ég fór í raun upp vitlausa brekku, var farin að sjá eitthvað rugl og sá eitthvað hús sem ég hafði aldrei séð áður, en taldi mér trú um að þetta væri bara rugl í mér og það væri ekkert hús þarna. En þá vorum við að fara ranga leið og þurftum að snúa við, og ég var alveg búin.“ Hún fór svo heila 56 hringi í Öskjuhlíðinni í vor í hlaupi sem vakti gríðarlega athygli. „Undirbúningurinn var mjög góður. Ég vissi að ég myndi fara í djúpa dali og var búin að undirbúa hvernig ég kæmist upp úr þeim. Ef ég hefði getað gert eitthvað betur þá hefði ég mögulega getað „pushað crewið“ mitt betur. Það eru nokkrir hlutir þar sem ég vil fínpússa núna fyrir október,“ segir Elísa. Þrátt fyrir að hún verði ekki meðal keppenda um helgina, vegna komandi landsliðsverkefnis í október, þá verður hún í Heiðmörk því hún mun þar styðja við Ósk Gunnarsdóttur í hlaupinu. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi. Bakgarðshlaup Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Elísa varð í 2. sæti í hlaupinu í Öskjuhlíð í vor eftir að hafa bætt sig afar hratt síðustu misseri. Þær Mari Järsk, sem vann keppnina, hlupu saman heila 56 hringi áður en Elísa rétt féll á tíma í 57. hring. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra á klukkustund og endurtaka það svo eins oft og þeir geta, svo Elísa hljóp 382 kílómetra og var við keppni í tvo sólarhringa og níu klukkustundir. „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta. Þetta eru djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim. Það tekur kannski 6-7 hringi, en maður verður bara að hlaupa sig í gegnum það. Þú munt finna verki en þeir munu líka fara,“ segir Elísa í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Elísa einbeitir sér nú að landsliðskeppni í bakgarðshlaupi í október, þar sem 15 íslenskri hlauparar keppa í Elliðaárdalnum, og verður því ekki með í Heiðmörk um helgina. Hún hefur náð afar langt eftir að hafa fyrst keppt í bakgarðshlaupi fyrir tveimur árum, og þá farið níu hringi eða um 60 kílómetra, sem sagt sex sinnum styttra en síðasta vor. Hún segist ekki hafa verið lengi að jafna sig eftir síðustu keppni: „Þremur vikum eftir Bakgarðshlaupið hljóp ég hálft Esjumaraþon og hef nánast verið að keppa hverja helgi síðan. Mér hefur liðið mjög vel. Þetta hafa verið ótrúlega skemmtileg verkefni. Til dæmis þrjú últra-hlaup í sumar. Við fórum sem sagt æfingaferð þar sem við fórum 250 kílómetra og 15.000 hæðarmetra. Skrokkurinn er heldur betur búinn að vera með mér í liði,“ segir Elísa. Keppendur í bakgarðshlaupi reyna að halda í góða skapið en dalirnir geta verið djúpir, eins og Elísa Kristinsdóttir bendir á.VÍSIR/VILHELM Hún lendir ítrekað í því að fólk reyni að ráðleggja henni varðandi hvíld: „Ég heyri það endalaust: „Nú ertu orðinn þreytt, ég sé það á þér.“ Fólk er endalaust að spyrja hvort þetta sé ekki of mikið. En ég er með geggjaða þjálfara sem halda utan um mig og fólk þarf ekki að hafa áhyggjur. Þau passa að ég fari ekki fram úr mér,“ segir Elísa. Í sínu fyrsta bakgarðshlaupi árið 2022 vissi hún í raun ekkert hvað hún var að fara út í: „Ég var ekkert að hlaupa. Ég var í MGT á þessum tíma, svona „high intensity“ þjálfun, hafði séð Mari í þessu og langaði að prófa þetta. Svo fór ég níu hringi, og leið mjög vel í skrokknum en var öll úti í blöðrum á fótunum. Svo áttu allir að setja upp höfuðljós fyrir næsta hring [vegna myrkurs] og ég var ekkert með höfuðljós. Vissi ekkert hvað ég ætti að gera við tærnar á mér og var alveg að drepast. Ég ákvað því að kalla þetta gott og koma aftur seinna, þegar ég væri búin að afla mér aðeins meiri upplýsinga um þetta hlaup,“ segir Elísa. Elísa veit hve mikilvægt er að nýta mínúturnar vel á milli hringja í bakgarðshlaupi.VÍSIR/VILHELM Það gerði hún svo sannarlega og hljóp 37 hringi í hlaupinu í Heiðmörk fyrir ári síðan, og endaði í 2. sæti eftir 37 hringi. Þar villtist hún í lokahringnum: „Ég var orðin frekar rugluð þarna, þegar ég hætti. Ég fór í raun upp vitlausa brekku, var farin að sjá eitthvað rugl og sá eitthvað hús sem ég hafði aldrei séð áður, en taldi mér trú um að þetta væri bara rugl í mér og það væri ekkert hús þarna. En þá vorum við að fara ranga leið og þurftum að snúa við, og ég var alveg búin.“ Hún fór svo heila 56 hringi í Öskjuhlíðinni í vor í hlaupi sem vakti gríðarlega athygli. „Undirbúningurinn var mjög góður. Ég vissi að ég myndi fara í djúpa dali og var búin að undirbúa hvernig ég kæmist upp úr þeim. Ef ég hefði getað gert eitthvað betur þá hefði ég mögulega getað „pushað crewið“ mitt betur. Það eru nokkrir hlutir þar sem ég vil fínpússa núna fyrir október,“ segir Elísa. Þrátt fyrir að hún verði ekki meðal keppenda um helgina, vegna komandi landsliðsverkefnis í október, þá verður hún í Heiðmörk því hún mun þar styðja við Ósk Gunnarsdóttur í hlaupinu. Bakgarðshlaupið í Heiðmörk hefst klukkan 9 á laugardaginn og verður í beinni útsendingu á Vísi.
Bakgarðshlaup Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti