Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2024 12:04 Kyrrðarstundin hefst klukkan sex. Vísir/Vilhelm Íslenskt samfélag stendur á krossgötum og það er óhjákvæmilegt að leita inn á við. Þetta segir séra Elínborg Sturludóttir. Starfsfólk dómkirkjunnar hefur boðað til kyrrðar- og bænastundar vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir samfélagið að síðustu. Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Klukkan sex síðdegis mun bænastundin fara fram en hún stendur öllum til boða. Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja ávarp, Séra Sveinn Valgarðsson leiðir bæn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir sálmasöng. Séra Elínborg segir að starfsfólk kirkjunnar hefði fundið það hjá sér að til slíkrar kyrrðarstundar yrði að boða til vegna allra þeirra áfalla sem hafa dunið yfir. „Við gerum okkur grein fyrir því að það er alveg ótrúlegur fjöldi manna hér á landi sem á um sárt að binda og ég held að í okkar litla samfélagi þá látum við þessi áföll okkur ekki ósnert og af þeim sökum er bara allt samfélagið harmi slegið og þess vegna fannst okkur ástæða til þess að koma saman því það er svo mikill styrkur í því að koma saman og dómkirkjan hefur verið Reykvíkingum skjól í gleði og sorg í meira en 200 ár.“ Séra Elínborg bendir á að það skipti ekki öllu máli hvað við segjum við fólk sem eigi um sárt að binda, heldur að við sýnum umhyggju okkar í verki. „Að hafa hugrekki til að sýna þeim sem eiga um sárt að binda samúð, forðast það ekki og bara það að fara og votta samúð, gráta með fólki. Það er ekki endilega það sem við segjum sem skiptir mestu máli heldur hvernig við sýnum samkennd og umhyggju.“ Nú sé tíminn til að leita inn á við. „Það er óhjákvæmilegt og mér finnst öll samfélagsumræðan vera þannig núna að við erum tilbúin til þess. Við stöndum bara á ákveðnum krossgötum. Við getum ekki áfram haldið eins og ekkert hafi í skorist, við verðum að staldra við og við þurfum að gera það öll saman, bæði kirkjan og við höfum aldrei þarfnast þess held ég eins og nú að taka höndum saman um það að fegra og bæta mannlífið í okkar samfélagi,“ segir Séra Elínborg Sturludóttir.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Þjóðkirkjan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira