Skerjafjarðarskáldið krefst afsökunarbeiðni – annars fer það í mál Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2024 10:02 Kristján telur sig hafa orðið fyrir óásættanlegri aðdróttun þegar Berglind greip til hendingar úr söngbók hans og notaði sem fyrirsögn á grein þar sem vindmyllur eru lofaðar. Kristján krefst afsökunarbeiðni og að hún breyti titli greinar sinnar. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld sem kenndur hefur verið við Skerjafjörðinn segir það gersamlega óásættanlegt að hending úr hans höfundarverki sé notuð sem einskonar slagorð fyrir vindmylluuppbyggingu. Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“ Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Um er að ræða hendinguna „Dansaðu vindur“ sem er úr söngbók Kristjáns. Skáldinu er hreinlega misboðið og hann tjáir sig um það hversu misboðið honum er á Facebooksíðu sinni. Hann hótar málaferlum. „Ég sá í gær fullkomlega óviðeigandi aðdróttun að heiðri listamanns. Reyndar er þetta alvöru árás á höfundarétt. Þar er ég á hlut að máli, við ég að á mig verði hlustað.“ Glæpsamlegt að nota titil á einu þekktasta jólalaginu í lofgerð um vindmyllur Forsaga málsins er sú að Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem Kristján tekur skýrt fram að hann þekki ekki neitt og viti ekkert um, hafi þann 19. september á þessu ári ritað grein undir fyrirsögninni: Dansaðu vindur. Greinin fjallar um vindmyllur og einkavæðingu orkulinda. „Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu.“ Kristjáni er hreinlega brugðið við lesturinn: „Að nota nafn á einu frægasta jólalagi til þess að opna fyrir að örfáir auðmenn eignist alla raforku á Íslandi, það er í mínum huga hreinlega glæpsamlegt.“ Svona gerir maður ekki Kristjáni hugnast ekki að þeir sem vilji að raforka verði einkavædd og vindorkum komið upp um víð og dreif á Íslandi undir slagorði sem sótt er í hans kveðskap sé óásættanlegt með öllu: „Þá munu kærumál fara af stað. Með því að nota titil frægs söngtexta í pólitískum tilgangi er vegið að sæmdarrétti.“ Og Kristján vitnar í Wikipedia þar sem segir um þennan hluta höfundarréttar: „Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Sæmdarrétturinn er þannig oftast persónubundinn (aðeins höfundurinn sjálfur getur verið málsaðili) og óframseljanlegur, öfugt við hinn meginhluta höfundaréttar, fjárhagslegu réttindin.“ Kristján setur fram þá kröfu að Berglind Ósk biði sig opinberlega afsökunar og fjarlægi hendingu sína úr titli greinar sinnar. „Öllu sómakæru fólki ætti að skiljast að svona gerir maður ekki.“
Höfundarréttur Orkumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira