Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 13:58 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“ Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“
Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira