Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2024 16:52 Margir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárás á fjölbýlishús í Beirút í morgun. Ísraelar segja háttsetta meðlimi Hezbollah hafa fundað undir húsinu. AP/Bilal Hussein Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí. Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37
Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37