Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eiginmann sinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 10:10 Minnisvarði við skólann þar sem hinn fjórtán ára gamli Colt Grey er sakaður um að hafa skotið fjóra til bana. AP/Mike Stewart Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína. Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Marcee Gray, sem er 43 ára gömul, er meðal annars ákærð fyrir að hafa tjóðrað 74 ára móður sína við stól og skilið hana eftir þannig. Héraðsmiðlar segja að enginn hafi fundið Deborah Polhamus, móðurina, í nærri því heilan dag. Í lögregluskýrslu segir að Gray hafi orðið reið yfir því að móðir hennar vildi ekki fara með henni heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, því Gray sagðist ætla að myrða hann. Ekki liggur fyrir af hverju. Þetta atvik er sagt hafa átt sér stað í nóvember í fyrra. Gray tók síma móður sinnar tjóðraði hana við stól með límbandi og skildi hana síðan eftir eina á meðan hún fór heim til fyrrverandi eiginmanns hennar, sem bjó með syni þeirra og tveimur öðrum börnum í nærliggjandi sýslu. Þar er Gray sögð hafa valdið skemmdum en hún var handtekinn tveimur dögum síðar og dæmd til 45 daga fangelsisvistar vegna skemmdarverka og fara inn á lóð annarra í leyfisleysi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann hafði þá sent henni skilaboð þar sem hann sagði að honum þætti þetta leitt. Gray er sögð hafa varað við „bráðri neyð“ rétt áður en sonur hennar hóf skotárásina. Sjá einnig: Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Marcee Gray stendur frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsisvist, verði hún fundin sek í öllum ákæruliðum. Colin Gray, faðir Colt, hefur einnig verið ákærður vegna árásarinnar en hann er sakaður um að hafa veitt syni sínum aðgang að rifflinum sem hann notaði til árásarinnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira