Leikurinn var jafn og spennandi framan af og munaði aðeins einu marki á liðinu þegar flautað var til hálfleiks í stöðunni 15-16.
Heimamenn í Magdeburg átti hins vegar í stökustu vandræðu með að finna taktinn í síðari hálfleik og skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrstu 18 mínútum seinni hálfleiksins. Liðinu tókst aldrei að brúa bilið eftir það og þurfti að lokum að sætta sig við fimm marka tap, 24-29.
Ómar Ingi og Gísli Kristján skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Magdeburg sem situr í áttunda sæti þýsku deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Abpfiff 😶
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) September 22, 2024
Wir müssen uns im Heimspiel gegen Kiel geschlagen geben.
Danke, für euren Support!
Spielbericht ➡️ https://t.co/obtTvUmG6k
_____#SCMHUJA 💚❤️ I 📸 Eroll Popova pic.twitter.com/iiSWdVei1D
Þá hafði Leipzig betur í Íslendingaslag dagsins er liðið tók á móti Gummersbach, 34-29. Andri Már Rúnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Leipzig, en Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, er þjálfari liðsins.
Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir lærisveina Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummarsbach, en Teitur Örn Einarsson komst hins vegar ekki á blað.
Í Ungverjalandi halda Janus Daði Smárason og félagar í Pick Szeged sigurgöngu sinni áfram, en liðið vann níu marka sigur gegn Balatonfurendi í dag, 37-28 og í Noregi eru Benedikt Gunnar Óskarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Sveinn Jóhannsson og félagar í Kolstad einnig með fullt hús stiga eftir 24-35 sigur gegn Fjellhammer.