Sænskir fjölmiðlar segja hina slösuðu hafa verið flutta á sjúkrahús í Västerås og Örebro, en enginn er sagður vera lífshættulega slasaður.
Fram kemur að slysið hafi orðið um klukkan 7:30 að staðartíma.
Talsmaður sjúkraliðs á vettvangi segir í samtali við SVT að hinir slösuðu séu flestir með áverka á hálsi og örmum.
Talið er að slysið komi til með að hafa áhrif á lestarsamgöngur á svæðinu í um sólarhring. Köping er um 140 kílómetra vestur af höfuðborginni Stokkhólmi.