Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 10:47 Selenskíj (f.m.) í Skotfæraverksmiðju Bandaríkjahers í Scranton í Pennsylvaníu sunnudaginn 22. september 2024. AP/Bandaríkjaher Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira
Skotfæraverksmiðjan í Scranton í Pennsylvaníu er ein fárra sem eftir eru í Bandaríkjunum sem framleiða 155 millímetra sprengikúlur fyrir stórskotalið. Bandaríkjastjórn hefur sent Úkraínumönnum meira en þrjár milljónir slíkra kúlna frá því að innrás Rússa hófst fyrir meira en tveimur og hálfu ári. Sprengjukúlurnar fyrir stórskotalið sem eru framleiddar í Scranton. Úkraínumenn fóru í gegnum sex til átta þúsund slíkar kúlur á dag á tímabili í stríðinu.AP/Ted Shaffrey Selenskíj, sem er staddur í Bandaríkjunum vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, heimsótti verksmiðjuna í gær. Matt Cartwright, fulltrúadeildarþingmaður demókrata, sem fylgdi Selenskíj segir skilaboð úkraínska forsetans þar hafa verið einföld: „Þakka ykkur fyrir, og við þurfum á meiru að halda.“ „Það er á stöðum sem þessum þar sem maður finnur sannarlega til þess að lýðræðisríki geti haldið velli. Þökk sé fólki sem þessu, í Úkraínu, í Bandaríkjunum og öllum bandalagsríkjunum, sem vinna þrotlaust að því að tryggja að mannslíf séu varin,“ skrifaði Selenskíj síðar á samfélagsmiðlinum X. Scranton, Pennsylvania. I visited a plant that manufactures 155 mm artillery shells. Now, for our warriors who are defending not only our country, not only Ukraine, the plant will be ramping up production.I began my visit to the United States by expressing my gratitude to all… pic.twitter.com/OXnvqHclkM— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) September 22, 2024 AP-fréttastofan segir að Úkraínumenn hafi skotið svo mörgum sprengikúlum á tímabili og byrjað var að ganga verulega á birgðir Bandaríkjamanna sem óttuðust að þær dygðu ekki Bandaríkjaher í neyð. Því var gripið til aðgerða til þess að auka framleiðsluna og ræsa gamlar verksmiðjur. Það skapar störf á stöðum eins og Scranton. Nokkrir heimamenn af austurevrópskum uppuna fögnuðu Selenskíj með úkraínskum fánum fyrir utan verksmiðjuna.AP/Laurence Kesterson Heimsókn Selenskíj vekur ekki síst athygli vegna þess hversu mikilvæg Pennsylvaníu er í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember. Úrslitin þar gætu hæglega ráðið því hvort þeirra Kamölu Harris eða Donald Trump verður forseti. Afar mjótt er á munum á milli þeirra í Pennsylvaníu en Harris mælist með naumt forskot. Stjórn Joes Biden, þar sem Harris er varaforseti, hefur stutt einarðlega við bakið á Úkraínumönnum í vörn þeirra gegn innrás Rússa. Trump og Repúblikanaflokkurinn hefur aftur á móti ítrekað lýst yfir efasemdum um áframhaldandi stuðning við stjórn Selenskíj.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Sjá meira